lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

TimeXtender

Við skil­grein­ingu, uppbygg­ingu og viðhald á vönd­uðum vöru­húsum gagna nýtir Capacent lausnina TimeXtender (TX) sem einfaldar bæði verklag og tryggir vandað vöruhús gagna.

Höfuð­á­skorun hefð­bund­inna viðskipta­greind­ar­lausna er:

  • Að geta séð minnst 6 mánuði fram í tímann þær þarfir sem viðskipta­greind­arnot­endur hafa á þeim tíma
  • Að sætta sig við að breyt­ingar á viðskipta­greind­ar­lausnum tekur langan tíma og er erfitt og dýrt ferli
  • Að þurfa að taka ákvarð­anir byggðar á álykt­unum frekar en stað­reyndum

Einmitt þetta vilja hags­mun­að­ilar ekki taka þátt í.

Lausnin er því vöruhús gagna byggt upp með TimeXtender sem:

  • Skilar niður­stöðu og árangri frá fyrsta degi
  • Er auðvelt í notkun og viðhaldi samhliða umbreyt­ingum í þínu fyrir­tæki
  • Skilar á raun­tíma tölum/niður­stöðum sem eru nákvæmar í hvert skipti.

Sjá nánar hér

Capacent nýtir sér „Capacent BI Framework“ fyrir uppsetn­inguna (architecture) og „My process“ aðferð­ar­fræð­inni, sem byggir á, fram­úr­stefnu­legu Lean verk­lagi þar sem agile og scrum er samþætt við „Rational Unified Process“.

Þetta þýðir að innleiðing getur verið mjög hröð og samtímis vönduð sem tryggir að árangur sjáist strax. Innleiðing er fram­kvæmt í skil­greindum sprettum og er hver sprettur fram­kvæmdur á 2-3 vikum. Mark­visst verklag og verk­efna­stjórnun tryggir innleið­inguna í nánu samstarfi við viðskiptavin.

Þess ber að geta að TimeXtender byggir á Microsoft SQL Server og vinnur vel með lausnum frá Qlik, Microsoft Dyna­mics, Oracle, Sales­force og mörgum öðrum lausnum, sjá nánari lista hér.

Nánar

Dæmi um notkun:

TimeXtender umhverfið

  • Námskeið og fræðsla – TX Agile Dimensional Modelling – TX ETL – TX Certification Workshop

Annað í „Hugbún­að­ar­lausnir“