lock search attention facebook home linkedin twittter

Ekki taka gömlum sannleik sem gefnum. Það þarf kjark til að líta hlutina nýjum augum og fá á þá ferska sýn.

Lykilkort Capacent

Lykil­kort Capacent er sniðið að hrísl­uðum mark­miðum, skýrum skila­boðum og reglu­legri endur­gjöf um árangur. Á sama tíma og bæði stjórn­endur og starfs­fólk geta séð með skýrum hætti hvernig gengur að ná settum mark­miðum.

Í dag hefur fjöldi stór­fyr­ir­tækja tekið upp nýja nálgun við stjórnun frammi­stöðu. Aðferðin er talin skila mun meiri árangri en hefð­bundnar aðferðir. Árang­urinn byggir á tíðum en stuttum samskiptum stjórn­enda og starfs­fólks, reglu­legri mark­miða­setn­ingu og eftir­fylgni með árangri.Þegar starfs­fólk veit til hvers er ætlast, stjórn­endur veita reglu­lega og tíða endur­gjöf, sigrum og áföngum er fagnað og hindr­anir í verkum fjar­lægðar þá stendur starfs­fólk sig vel og ánægja eykst.Það getur verið snúið fyrir stjórn­endur að halda utan um alla þessa þætti í starfs­manna­hópnum. Það er sjaldan þannig að allir starfs­menn séu í nákvæm­lega sömu verk­efnum, eða að til þeirra séu gerðar nákvæm­lega sömu kröfur.

Nú hefur Capacent þróað aðferða­fræði og hugbúnað sem sameinar allar þær aðferðir sem eru taldar best til þess fallnar að hámarka árangur einstak­linga.

Lykil­kort Capacent gera stjórn­anda og starfs­manni auðvelt að búa til klæð­skera­sniðin viðmið og markmið. Skráning starfs­manns á árangri tekur aðeins nokkrar sekúndur og yfirsýn stjórn­enda er hrað­virk og einföld. Auðvelt er að sjá hvernig árangur á mark­miðum þróast, hvar árangur er góður og hvar megi gera betur.

Helstu kostir lykil­korts Capacent

 • Jákvæð upplifun notenda
 • Skýr markmið og forgangsröðun
 • Heldur auðveldlega utan um fjölbreytt safn markmiða
 • Lítill undirbúningur stjórnenda og starfsfólks fyrir samtöl
 • Auðveld yfirsýn yfir árangur
 • Reynd ráðgjöf
 • Klæðskerasaumað en einfalt
 • Styður við 4dx, LEAN, TQM, Six Sigma og önnur mælinga- og markmiðadrifin kerfi.
 • Hýst á netinu – kerfið er aðgengilegt öllum tölvum með netsamband
 • Sterk eftirfylgni innbyggð í kerfið
 • Hríslun stefnu – stefnan birtist í skýrum markmiðum í hverri einingu og hjá hverjum starfsmanni
 • Styður við innleiðingu verkefna
 • Eftirfylgni með langtímamarkmiðum
 • Núverandi staða gerð sýnileg
Stuðn­ingur við innleið­ingu Lykil­korta

Annað í „Hugbún­að­ar­lausnir“

Nánari upplýsingar

Við bjóðum upp á ráðgjöf, námskeið og vinnu­stofur vegna innleið­inga Lykil­korta. Hikið ekki við að hafa samband við Gunnar eða Steinþór, ráðgjafa Capacent, sem aðstoða við að finna bestu lausnina fyrir þitt fyrir­tæki.